Veikindi - hvað er í gangi eiginlega
21.4.2008 | 19:59
Nú er Kristrún mín komin með gubbupest, ég var með hita og hósta í síðustu viku en lét það þó ekki stoppa mig frá vinnu druslaðist eins og undin tuska í vinnuna, Gummi var veikur síðustu helgi og Kristrún með honum þá líka svo var ég náttúrulega með lungnabólguna, Kristrún er búin að fá 5 pestar og flensur síðan um áramót, ég bara er eiginlega hætt orðin að skilja þetta. Við verðum nánast aldrei veik þessi fjölskylda mín en núna er þetta bara nánast daglegur viðburður að einhver sé veikur. Ég er að bíða eftir tæki sem á að setja í jörðina hérna til að laga rafsegulsviðið í húsinu og ég hef trú á að þessi veikindi lagist þegar tækið er komið í höfn.
Naut: Þú þarft nauðsynlega að huga að andlega lífinu. Það tekur ekki mikinn tíma. Snöggur göngutúr á milli staða og þögul bæn tengir þig sjálfum þér.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þið verðið að drýfa ykkur í því að hressast.... Danmörk og sólin þar heilsar eftir smá tima.
Hlakka til að fá ykkur í mat og heimsókn og spjall hér í Horsens í júní.... nú þarftu bara að fara að gera plan hvaða daga þið ætlið að verja á jótlandinu góða:)
Kolbrún Jónsdóttir, 21.4.2008 kl. 20:58
Við erum allavega búin að ákveða að við ætlum til Svíþjóð í Astrid Lindgren world 5-6 júní og gista svo vonandi 1 nótt rétt hjá Malmö það er svona planið. Hlakka mikið til að fara út og hitta ykkur
Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:03
En gaman ..... Dk og Svíþjóð. Ég hef búið í báðum löndunum og ég veit svei mér ekki hvort gaf mér meira!
Njótið ykkar og fyrir alla muni það þarf að jarða svona bronsstykki í garðinum þínum. Það getur verið hrikalegt að búa með miklum rafmagnssveiflum.
kNús inn í daginn og batnaðarkveðjur.
www.zordis.com, 22.4.2008 kl. 07:04
Þessum vinum þarf að henda út hjá þér og setja þessa í staðinn
Linda Björk (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 09:46
Zordis já ég hlakka sko mikið til og vonandi að þetta blessaða bronsstykki komi fljótt í garðinn minn :)
Linda: Sammála út með ljótu kallana og inn með þá fallegu
Helga: Nei ég er sko hreint ekki hætt að kommenta ég er búin að vera svo hryllilega andlaus að ég bara fer valla í tölvuna eftir að hafa unnið að meðaltali 16 tíma á dag í henni í mars og byrjun apríl búin að fá nett ógeð en þetta er allt að koma samt held ég haha og ég sakanði þín líka og allra hinna sem nenna að lesa bloggið mitt
Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.4.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.