Halló allir
30.6.2008 | 09:39
Það er óhætt að segja að maður sé ekki mjög duglegur í blogginu þessa dagana, enda sumar og sól alla daga þá er ekki mjög hollt að sitja við tölvu alla daga
En það er ýmislegt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Við fjölskyldan fórum til Danmerkur 30 mai og vorum í 2 vikur í sumarhúsi það var alveg yndislegt en verðlagið í Danmörku er alveg skelfilegt, dæmi 2 ltr kókflaska 480 isk , 1 líter mjólk 150 isk, 1 kókglas á veitingahúsi 800 isk. þannig að það er eins gott að skella sér bara strax til Þýskalands ef maður ætlar að vera í Danmörku og gera innkaupin þar það er allt að 5 sinnum ódýrara. En fyrir utan verðlagið var þetta bara gaman, fórum í tívolí og svo keyrðum við til Vimmerby í Svíðþjóð til að heilsa upp á Emil í Kattholti , Línu Langsokk og fleiri hetjur sú ferð toppaði alveg ferðalagið, mæli með þessu alveg hiklaust. Ætlaði að heimsækja hana Kollu frænku mín en það varð nú aldrei neitt úr því og ekki heldur Betu en það verður bara næst :)
Hjólhýsið hefur nú ekki fengið að liggja kjurt síðan við komum heim erum búin að fara í 2 útilegur og það var bara gaman dáldið mikið rok reyndar en það var nú í lagi
Þangað til næst
Bestu Kveðjur Guðborg
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir síðast Guðborg mín. Mikið hrikalega var gaman að hlæja "aðeins" með þér. . Það er óhætt að segja að maður sé vel viðraður eftir helgina.
Mikið langar mig að sjá Línu Langsokk vinkonu mína og Hjálmar elskar Emil í Kattholti. Vissi ekki að það væri hægt að sjá þessar hetjur.
Eigðu góðan dag.
Elísabet Sigurðardóttir, 30.6.2008 kl. 10:10
Takk fyrir þetta stelpur mínar og Elísabet takk fyrir síðast líka ( Ólöf ) ég á pínu erfitt með að venjast því að kalla þig Elísabet, já maður er sko vel veðraður eftir helgina haha en var samt mjög skemmtileg helgi svo eru það Írskir dagar næstu helgi er það ekki haah
Guðborg Eyjólfsdóttir, 30.6.2008 kl. 11:29
Ég get sagt þér það Ólöf að þetta er snilld þarna í Vimmerby hjá þessum fígúrum stelpurnar hjá mér eiga eftir að lifa á þessu það sem eftir er ævinnar þú getur kíkt á þetta á www.alv.se snilldin ein
Guðborg Eyjólfsdóttir, 30.6.2008 kl. 11:31
þetta hefur verið skemmtilegt ferð hjá ykkur trúi vel að stelpurnar þínar lifi lengi á því að hafa séð þetta því Lína og Emil eru svo skemmtileg ég fór einmitt í útilegu um helgina en fannst nú frekar kalt eftir allan hitann á krít en lét mig hafa það já svo er stuð frammundan írskir dagar hér á skaganum auðvitað skelluru þér þangað ekki satt hafðu ljúfa viku elskuleg
Brynja skordal, 30.6.2008 kl. 12:55
Takk, ég kíki á þetta. Trúi því að það hafi verið frábær upplifun fyrir stelpurnar. Aldrei að vita nema að maður taki rúnt á Írska daga.
Love ya
Elísabet Sigurðardóttir, 30.6.2008 kl. 15:40
Virkilega gaman að fara að sjá Emil og Línu ... Ég ólst upp við þessar hetjur í Svíþjóð og þótti gaman af!
Gott að sjá líf hér .... hehehhehheh
www.zordis.com, 1.7.2008 kl. 21:08
Velkomin heim og gama að sjá smá frá þér.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.7.2008 kl. 09:30
Velkomin heim og gaman að heyra hvað það hefur verið gaman hjá ykkur.
knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 11:31
halló halló bara að segja halló elsku guðborg mín takk for sidst linda
linda (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 17:12
Velkomin aftur, ég verð nú bara að segja það að ég var búin að fá algjört ógeð á að sjá alltaf bloggið um bleyjuna hennar Amy. Gott að sjá eitthvað annað en það.
Elenora Katrín Árnadóttir, 7.7.2008 kl. 18:23
Gaman að þú skyldir koma við í Vimmerby, þar var ég heilan vetur í lýðháskóla, og auðvitað heimsótti ég húsið hennar Línu Langsokks. Já elskuleg þetta er tími ferðalaga og frís, nema fyrir garðyrkjustjóra, sem komast ekkert, fyrr en í fyrsta lagi um miðjan ágúst
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.