Óli minn láttu þér nú batna

Forsetinn á sjúkrahúsi í hjartaþræðingu og kransæðaútvíkkun. Kall greijið vonandi nær hann sér fljótt og vel. Ég er hrædd um hjartadeildirnar á sjúkrahúsunm verði fullar næstu vikurnar Frown  Vonandi fer þetta ástand allt að batna
mbl.is Forseti Íslands á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held ekki uppi bloggsíðu og vill nota tækifærið hér til að óska Ólafi góðs bata.

Þjóðin þarf á því að halda að leiðtogar hennar séu frískir og fordæmisgefandi. Þó svo að ég hafi ekki kosið Ólaf hefur hann vaxið mikið í áliti hjá mér síðustu ár. Hann er varkár en jafnframt hvetjandi og góður ræðumaður sem kann að stappa stálinu í fólk.

Að auki vill ég senda baráttukveðjur til þjóðarinnar. Það eru erfiðir tímar framundan en með sameiningu, dugnaði og framtakssemi trúi ég að orð Geirs muni rætast, að þegar rykið muni setjast stöndum við uppi með betra og heilbrigðara efnahagsumhverfi en áður með nýjum tækifærum.

Skúli Magnússon (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir þetta innlegg Skúli, og alveg er ég sammála þér með hann Ólaf hann hefur sko mikið vaxið í áliti hjá mér, ég segi eins og þú ég kaus hann ekki á sínum tíma en ég myndi ekki hika við að kjósa hann í dag ef það væru forsetakosningar

Og takk fyrir baráttukveðjurnar. tek þær til mín

Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.10.2008 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband