Ljótt að gera grín að eymd fólks
10.10.2008 | 09:41
Ég bara verð að segja það að mér finnst þetta ekkert fyndið. Stór hluti þjóðarinnar er á barmi gjaldþrots og svo eru einhverjir Bretar og Danir sem gera grín að okkur. Með því að setja landið á sölu á ebay og með því að standa fyrir utan magasin í Kaupmannahöfn og biðja um styrk fyrir okkur. Ég veit það ef Danir tildæmis væru í vanda staddir þá værum við ekki hægjandi af óförum þeirra, við hefðu allavega ekki hlegið af þeim. En munum bara að sá hlær best sem síðast hlær. Það er enginn sem segir það að Danmörk og Bretland eigi ekki að rúlla líka
Býður Ísland til sölu á eBay | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hefurðu nokkuð velt því fyrir þér að kannski sé þessi maður ekki að grínast?
Hann átti kannski sparifé sem hann fær ekki greitt af því að Björgólfur hreinlega laug að honum, í okkar nafni. Svo hlustaði hann á Davíð kampakátann segja að við ætluðum ekki að borga.
Kannski finnst honum þetta ekkert fyndið og er ekki að grínast með þessum gjörningi.
Bogi (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 10:28
Það getur vel verið en á þá að gera grín að íslensku þjóðinni ?? Þegar einhverjir nokkrir menn eru búnir að koma okkur öllum niður í skítinn
Guðborg Eyjólfsdóttir, 10.10.2008 kl. 10:59
Guðbjörg það er allt í lagi að gera grín að Íslensku þjóðinni, hún er a.k.m. það heimsk að kjósa sjálfstæðisflokkinn yfir sig aftur og aftur og gerði ekki neitt þótt að vitað var fyrir meiri en ári að í þetta stefndi...... Ég tek persónulega undir með bretum og dönum í þessu máli, því ef þetta hefðum verið við sem vorum svikin af dönskum eða breskum bönkum myndum við gera það sama!!!
elinhólm (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:43
Ég held ad vid verdum ad hlægja ad thessu... ég geri mér samt alveg fulla grein fyrir thví ad thetta er graf alvarleg stada sem ad vid erum í... ég er til dæmis í námi erlendis og hef thad thess vegna ekkert alltof gott í theim skilningi ad ég lifi vid óvissuna um thad á hverjum degi hvort ad ég hafi efni á thví ad kaupa mat og adra naudsynjavøru vegna thess ad thad er ekkert grín ad taka út úr hradbønkum í dag!:S En samt get ég hlegid ad svona vegna thess ad thetta tekur enda einhvern tíman og thetta bara reddast... Svo get ég eiginlega fullyrt ad ef ad danir eda bretar væru í thessari stødu myndum vid gera grín ad theim líka!!
Eva (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 16:40
Þetta er að sjálfsögðu ekki fyndið en við Íslendingar erum dugleg að taka hluti ekki "allt of nærri" okkur.
Mér finnst þetta samt fremur hart af Bretunum, þeir vita kannski ekki að þeir klóra sér í hausnum seinna í framtíðinni þegar það kemur að því að það þarf að nýta orku Íslands, vatnið hreina og alla þessa óspilltu náttúru sem verður ekki á hverju strái að fá í framtíðinni.
Mér finnst því ekkert að því að við fengum lán frá Rússlandi því Rússland hefur alltaf verið meira og minna á bakvið okkur í mörg ár. Þegar Bretar lokuðu á öll viðskipti við Ísland eftir þorskastríðið að þá komu Rússar og keyptu vörur af okkur. Svo voru Rússar m.a. ein af fyrstu þjóðum til að viðurkenna sjálfstæði okkar Íslendinga.
Ég vona bara fyrir alla muni að þetta fari að lagast. Þjóðin verður bara að standa saman í þessum erfiðleikum.
Rakel Ósk (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 16:53
Það þýðir ekkert að kippa sér upp við þetta... ef við förum að vera með móral þá verða grínin held ég bara fleiri .. best að taka þessu bara með þroska .. þetta er auðvitað ömurleg staða , en hvað getum við gert núna annað en hlegið af aumkunarverðum dönum og bretum? tjahh það er spurning :-)
Sóla (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 21:28
Þú græðir ekkert á því að fara í fýlu!
Herra, 11.10.2008 kl. 12:47
Jú Guðborg, "það er ljótt að gera grín að eymingjum" eins og sagt var í gamla daga fyrir tíma 'þroskaheftra'. En ERUM við þ.á 'eymingjar'? - mér finnst það ekki. Við höfum verið óforsjál - dansað hratt kringum gullkálfinn og fleira má telja... Auðvitað eigum við bara að taka svona léttu háði vel - og getum létt okkur lífið með að gera líka sjálf soldið gín að okkur. Dettum bara ekki í þá gryfju að verða illgjörn og reið gagnvart öðrum þjóðum. Slíkt smækkar okkur.
H G, 11.10.2008 kl. 14:02
Herra vil taka það fram að ég er sko langt frá því að vera í fýlu ég er hrædd um að missa húsið mitt og allt það og geta ekki átt heimili fyrir börnin mín. Og það finnst mér ekkert til að gera grín að
Guðborg Eyjólfsdóttir, 13.10.2008 kl. 13:56
Allof hátt verð fyrir verðlaust land með 90%þjóðarinnar alvarlega veika með persónuleikatruflanir.
Við eygu að setj sjálf okkur á E-bay og salan hefst á 1000 billjónum og einungis múslimar fái að gera tilboð. Það sé gar fyrir hendi að um oliu geti verið að ræða djúpt í landinu enn grunnra eftir því sem farið sé á djúpara vartn. Síða má hækka töluna og hafa uppboðið standandi í 10 daga..
Þjóðin fylgir með.
Óskar Arnórsson, 14.10.2008 kl. 03:11
Akkúrat! Það er ljótt er gera grín að aumingjum! Datt fyrst í hug að Davíð væri að delera á Ebay!
Auðun Gíslason, 14.10.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.