Nóg að gera og árshátíð framundan
19.11.2008 | 09:11
Jæja smá færlsa svona til að segja HALLÓ við ykkur kæru bloggvinir, hef ekki haft mikinn tíma aflögu til að blogga, er að kafna í vinnu þannig að ég þarf að láta hana ganga fyrir.
En um helgina ætlum við hjónakornin að hafa það næs og fara á árshátíð með vinnunni minni á Hótel Örk og það verður bara yndislegt. Ég er búin að vera að safna happadrættisvinningum sem að verða dregnir út á árshátíðinni þannig að allir eru mjög spenntir Mig hlakkar mikið til að komast aðeins í burtu frá heimilisstússi og láta aðra sjá um það á meðan.
Naut: Gamlir vinir koma til sögunnar og það verður þér til mikillar ánægju að rifja upp gömul kynni og stofna til nýrra. Vertu opinn og fordómalaus, þegar nýjungar banka upp á.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Skemmtu þér vel Guðborg mín alltaf gaman að fara svona og vera út af fyrir sig sko ég meina yfir nóttina.

Knúsí knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2008 kl. 13:36
Ég hélt líka ad Arkarhelgin vaeri yfirstadin en ég óska zér gódrar helgar í Hveragerdi. Vid verdum nánast hlid vid hlid! Ég á bekkjar reúnioni í Zorlákshöfn og zú á árshátid í Húrígúrí eins og oft er sagt í grini. Góda skemmtun!!!
www.zordis.com, 19.11.2008 kl. 13:44
Njóttu þess í botn elskan mín. Alltaf svo æðislegt að komast aðeins í burtu.
Knús
Elísabet Sigurðardóttir, 19.11.2008 kl. 14:01
Góða skemmtun í Hveró.
Linda Björk (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:04
skemmtu þér sem allrabest .. góða helgi
Margrét M, 22.11.2008 kl. 16:55
Brynja skordal, 26.11.2008 kl. 13:13
Takk fyrir þetta kæru vinkonur, Brynja veistu það að mér var litið á eina konu og datt þú í hug en hugsaði að það gæti ekki verið
en þá var það bara þú
en gaman . Skemmtir þú þér ekki vel, eða varst ekki á jólahlaðborðinu líka ?? Jú ég sat þarna með hjónum, maðurinn er að vinna með mér og svo var það konan hans og kallinn minn á móti mér 
Guðborg Eyjólfsdóttir, 27.11.2008 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.