Hótel, skólinn, afmæli og allt saman bara
27.11.2008 | 10:32
Jæja maður er nú búinn að vera hálf blogg andlaus upp á síðkastið búin að vera á kafi í vinnu tók að mér aukavinnu og er búin að liggja yfir henni, og látið skólann sitja á hakanum, en nú er ég farin að sjá fyrir endann á vinnunni og ætla að einblína á skólann það verður próf 17 des og ég ÆTLA að ná því. Ég náði síðasta prófi þannig að ég er búin að ná 2 af 3.
´Við hjónakornin fórum á Örkina um helgina á Jólahlaðborð með vinnunni minni og það var bara gaman, fjörið byrjaði klukkan 6 inni á herberginu hjá mér, þar komu allir og drukku bjór, breezer og eitthvað sterkara og líka daufara reyndar ( KóK) svo var happadrætti og allir voru svo glaðir og í góðu skapi að það var bara gaman, enginn lét kreppuna á sig fá þarna
Litli bróðir minn á afmæli í dag, hann er 23 ára þessi elska, ég hugsa bara vá mér finnst svo stutt síðan hann fæddist þessi elska á stofugólfinu heima í Miðgarði. Til hamingju með afmælið Kristján minn ef þú lest þetta
Naut: Ef þú freistast til þess að skipta þér af annarra málefnum skaltu ekki búast við því að geta sinnt eigin skyldum á meðan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir það Dóra´mín, maður væri nú alveg til í að vinna á neðri hæðinni þegar veðrið er eins og það er hjá ykkur núna þarna fyrir norðan
Takk fyrir þetta Ruslana
Knús á ykkur
Guðborg Eyjólfsdóttir, 27.11.2008 kl. 13:39
vonandi gengur vel í prófinu ...
Margrét M, 27.11.2008 kl. 14:45
Til lukku med zessi 2 sem búin eru og svo rúllar zú 3ja upp!
Örkin er gód í réttum félagsskap og ég efast ekki um ad zad hafi verid fjör á fólki.
Bestustu kvedjurnar í kotid zitt!
www.zordis.com, 27.11.2008 kl. 15:22
Nú auðvitað náðiru þessum prófum og nærð örugglega því síðasta líka.
Var ekki góður skjálfti í Hveró?hehehehe
Linda Björk (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:38
Gangi þér vel í prófi! já það var sko fjör á örkinni var að til 4 um nóttina í stuði með góðu fólki og var hálf tuskuleg við morgunmatinn hehe eins gott kannski að við hittumst ekki (eða vorum ekki vissar um hvor aðra) en þú varst samt örugglega að dansa svo þegar ég ætlaði að pikka í þig þá varstu farinn? að sofa kannski en sjáumst bara seinna skvís
Brynja skordal, 27.11.2008 kl. 22:36
Margrét : Takk er á hvolfi hérna
Þórdís : Takk ætla bara rétt að vona að ég rúlli þessu, já það var sko gaman á Örkinni
Linda: það skalf allt og nötraði þarna í Hveró
Brynja : Ég náði ekki að vera nema til 1 að tjútta þá var mín alveg búin á því og fór í háttinn, á mínu skala kallast þetta frekar lélegt. Já veðrum að vera meira vakandi næst þegar við gerum eitthvað skemmtilegt að fylgjast með hver fer hvert áður en maður fer á lífið þannig að maður geti fylgst með bloggvinunum á djamminu
Dóra : Takk sömuleiðis þú hefur örugglega haft það gott í vinnunni Við að elda góðan mat
Guðborg Eyjólfsdóttir, 30.11.2008 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.