Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Ósvífni
22.4.2008 | 15:13
Get nú ekki sagt meira rífur barnið af konunni og strunsar inn, ég hefði sennilega litið á þessa konu í Guðatölu ef hún hefði bjargað barninu mínu á þennan hátt. Sumir kunna bara ekki að þakka fyrir sig.
Naut: Þú ert í svaka stuði og tekur óspart til hendinni án þess að hugsa. Útkoman verður annað hvort snilld eða slys. Í báðum tilfellum lærir þú á takmörkin þín.
Greip barn sem datt út um glugga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veikindi - hvað er í gangi eiginlega
21.4.2008 | 19:59
Nú er Kristrún mín komin með gubbupest, ég var með hita og hósta í síðustu viku en lét það þó ekki stoppa mig frá vinnu druslaðist eins og undin tuska í vinnuna, Gummi var veikur síðustu helgi og Kristrún með honum þá líka svo var ég náttúrulega með lungnabólguna, Kristrún er búin að fá 5 pestar og flensur síðan um áramót, ég bara er eiginlega hætt orðin að skilja þetta. Við verðum nánast aldrei veik þessi fjölskylda mín en núna er þetta bara nánast daglegur viðburður að einhver sé veikur. Ég er að bíða eftir tæki sem á að setja í jörðina hérna til að laga rafsegulsviðið í húsinu og ég hef trú á að þessi veikindi lagist þegar tækið er komið í höfn.
Naut: Þú þarft nauðsynlega að huga að andlega lífinu. Það tekur ekki mikinn tíma. Snöggur göngutúr á milli staða og þögul bæn tengir þig sjálfum þér.
Viðbjóður
16.4.2008 | 12:13
Mér finnst þetta hreinn og beinn viðbjóður, eldri dóttir mín er 8 ára gömul, og ég myndi bilast ef einhver ógeðslegur kall myndi svo mikið sem horfa tvisvar sinnum á hana. Og þessi 28 ára maður að geta þetta maður bara fyllist viðbjóði.
Naut: Þig langar til að vera einn, en þú eignast aðdáendur ef þú ferð út á meðal fólks. Það er gaman að pæla í fólkinu sem fellur fyrir þér þegar þér gæti ekki verið meira sama.
Átta ára stúlku veittur lögskilnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nunnur á gangi
15.4.2008 | 16:34
Önnur þeirra gekk undir viðurnefninu Systir Stærðfræði (SS), En hin var kunn undir viðurnefninu Systir Rökrétt (SR). Það var farið að dimma og þær áttu ennþá langt eftir á áfangastað. SS: Hefurðu veitt því athygli að síðustu 38 og hálfa mínútu hefur okkur verið veitt eftirför af einhverjum manni? Ég velti því fyrir mér hvað hann ætli sér. SR: Það liggur ljóst fyrir að hann ætlar sér að gera okkur eitthvað. SS: Almáttugur minn! á þessum tímapunkti mun hann ná okkur innan 15 mínútna hið minnsta! Hvað getum við gert? SR: Það eina rökrétta í stöðunni er auðvitað að labba hraðar.
Stuttu síðar: SS: Það er ekki að ganga upp. SR: Auðvitað er það ekki að ganga upp. Maðurinn gerði það eina rökrétta ístöðunni. Hann fór líka að labba hraðar. SS: Hvað eigum við þá að gera? Á þessari stundu mun hann ná okkur innan einnar mínútu.
SR: Það eina rökrétta í stöðunni fyrir okkur er að fara sitt í hvora áttina.
Þú ferð þessa leið og ég tek hina leiðina. Þá getur hann ekki elt okkur báðar. Því næst ákvað maðurinn að elta Systur Rökréttu.
Systir Stærðfræði komst á áfangastað heilu á höldnu en hafði áhyggjur af því hvernig Systur Rökrétt hefði reitt af. Eftir nokkra mæðu kemur Systir Rökrétt loks á áfangastað. SS: Systir Rökrétt ! Guði sé lof að þú sért komin! Hvað gerðist? SR : Þar sem maðurinn gat eðlilega ekki elt okkur báðar, þá valdi hann þannmöguleika að elta mig.
SS: Já, Já! En hvað gerðist svo? SR: Nú ég reyndi að hlaupa eins hratt og ég gat, en þá fór hann einnig aðhlaupa eins hratt og hann mögulega gat. SS: Og? SR: Það eina rökrétta gerðist á þessum tímapunkti. Hann náði mér.
SS: Guð minn góður! Og hvað gerðir þú? SR: Það eina rökrétta sem ég gat gert og gerði.. Ég lyfti pilsi mínu upp. SS: Oh, vesalings Systir! Hvað gerði maðurinn? SR: Það eina rökrétta fyrir hann í stöðunni. Hann gyrti niður um sig.
SS: Æii, nei!! Hvað gerðist svo? SR : Liggur það ekki í augum uppi, Systir? Nunna með pilsið upp um sig hleypur hraðar en maður með buxurnar á hælunum.
Datt ykkur eitt andartak í hug að ég væri að segja ykkur dónabrandara!!!!!!! Guð hjálpi ykkur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vista meingallað
15.4.2008 | 09:03
Alveg er ég sammála að Vista er meingallað kerfi, ég keypti mér nýja tölvu fyrir rúmu ári síðan og hún er með Vista stýrikerfi og ég er sko ekki að fýla það, það eru allskonar árekstrar þar, get ekki notað adobe pro og ýmislegt fleira, ég hef ekki þolað þetta stýrikerfi og pirra mig á því á hverjum einasta degi, vil bara fá XP aftur í tölvuna mína
Naut: Þú kemur til dyranna eins og þú ert klæddur. Þú vilt ekki þykjast. Samt viðurkennir þú að allir - líka þú - eigi sér heim með leyndarmálum af öllum gerðum og stærðum
Hvetja Microsoft til að taka Windows xp ekki af markaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.1985
8.4.2008 | 19:08
Drengnum lá á í heiminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þvílíkur viðbjóður
8.4.2008 | 11:04
Yjakk hafa áhuga á að sofa hjá pabba sínum eða pabbinn að sofa hjá dóttur sinni þetta er viðbjóðslegt. Og blessað barnið hvers á það að gjalda hann er bæði pabbi barnsins og afi. OJ hvað fólk getur verið siðblint
Skelli hérna inn stjörnumerkinu mínu fyrir daginn í dag
Naut: Tækifæri bankar upp á. Ekki hátt. Eiginlega jafnt hljóðlega og púlsinn slær. Þú þarft að leyta inn á við, í átt að hjartanu, til að heyra það.
Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
I´m back en andlaus
6.4.2008 | 09:38
Jæja þá er vertíðin búin bara smá svona restar eftir v. upplýsingaskorts. dauðlangar að komast aftur á bloggið en er bara hálf andlaus eftir átök síðast liðins mánaðar. Er þó búin að kommenta hjá bloggvinum og er að komast í gang. Það er alveg merkilegt eftir þessar vertíðar næ ég varla að hugsa í nokkra daga á eftir.
Veðrið er æði en það er skítkalt úti mig langar svo að fara að komast út í smá til tekt í kring um húsið mitt en hef einhvernveginn ekki kraft í það í þessum kulda, framundan eru endalausar fermingarveislur og fjör.
Sendið mér endilega smá andlegan styrk svo ég geti farið að komast í gang
Naut: Kannski er þetta ekki stundin sem þú hefur beðið eftir allt þitt líf. En vertu nógu opinn til að íhuga þann möguleika að, á skítinn hátt, sé hún það.
1. apríl í dag
1.4.2008 | 13:42
Flott apríl gabb, örugglega fullt af fólki sem fer út í BT til að fá þetta forrit á 990 í dag, þegar ég sá þetta fyrst í morgunn þá varð ég reið svo áttaði ég míg á því að í dag væri 1. apríl og Guði sé lof og þökk fyrir það þá er skattavertíðin að verða búin, Þegar er farið að líða á þetta þá er ég alveg að tapa glórunni, þessi vika svo er þetta búið þá get ég farið að sinna heimilinu, börnunum og blogginu :)
Naut: Fundir eru varasamir. Kannski enda þeir illa. Kannski smellið þið saman og sláið í gegn. En það veistu ekki fyrr en þú tekr fyrsta skrefið.
Notendaviðmót Barnalands á dönsku til hagræðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |