Skyldi ég komast út að skemmta mér
29.2.2008 | 06:28
Ég er að fara í Reykjavík á morgum og fara á hótel, út að borða og svo eitthvað ut á lífið, þetta er eitthvað sem að maður gerir mesta lagi einu sinni á ári, og ég er að kafna í hósta og með beinverki, ég ætla að fara til læknis á eftir og vita hvort ekki sé hægt að fá eitthvað fljótvirkandi til þess að kíla þetta niður. Og ef ég verð orðin fárveik á morgum þá fer ég samt allavega á hótelið, því ég er búin að borga fyrir það.
Ég á eina kunningja konu sem á afmæli í dag hún er sem sagt 9 ára í dag blessunin og til hamingju með það Dísa mín.
Tek það fram að það er margfaldað mér 4, sem sagt 36 ára en hefur bara átt 9 afmælisdaga þar sem hún fædd 29 febrúar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:19 | Facebook
Athugasemdir
Það er svo svekkjandi að fara að veikjast, loksins þegar eitthvað spennandi stendur til.
Vona að læknirinn komi með töfralausnina og að þú njótir þín í Reykjavík um helgina.
Kolbrún Jónsdóttir, 29.2.2008 kl. 07:36
Fáðu þér C vítamín með sólhatti í þetta eru freyðitöflur, drekktu það að vild,
Það sem læknirinn gerir, ef hann gerir eitthvað, er að hann gefur þér meðal við einhverju sem ekkert meðal er til við, sem sagt flensu.
Svo góða skemmtun á morgun snúllan mín.
Kveðja Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.2.2008 kl. 08:28
Þú verður allt í lagi Guðborg mín, góða skemmtun í borginni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 10:06
Sammála með c vítamín með sólhatti og svo bara skella í sig góðu staupi af coniak eða vískí virkar þó það sé vont En vonandi verður þú nógu hress til að komast í matinn æði að skreppa svona skemmtu þér vel og góða ferð
Brynja skordal, 29.2.2008 kl. 12:29
Æ æ ekki gott mál Guðborg en fáðu þér lýsi það virkar vel og þá kemstu pottþétt á djammið, góða skemmtun í Reykjavík vonandi sjáumst við fljótlega.
Þórdís (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 13:38
Takk fyrir þetta stelpur, ætla að koma við í búðinni og kaupa c vítamín með sólhatt og þamba það, ég ætla ekki að láta þetta stoppa mig á morgum
Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.2.2008 kl. 14:14
Takk fyrir það móðir, en á ég að vita hver þú ert?
Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.2.2008 kl. 15:09
Búin að fatta þig núna :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.2.2008 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.