Er ég orðin gömul eða ..........

Byrjuðum daginn í gær á að fara í barnaafmæli um hádegið með stelpurnar með okkur að sjálfsögðu það leið ekki á löngu að hún Kristrún mín væri orðin veik, hún hafði enga lyst á afmælisveigunum og lá bara og kúrði hjá mömmu sinni, svo drifum við okkur upp á hótel og tókum stelpurnar með og svo kom mútta mín og litli bróðir og náði í þær.

Við "gömlu" hjónin lögðum okkur í smástund til þess að safna kröftum fyrir kvöldið, svo var byrjað að fá sér neðan í því og var bara svaka gaman. Við fórum með Kollu og Hlyn vinafólki okkar og svo öðrum hjónum sem að eru vinfólk þeirra, en reyndar okkar líka núna, yndislegt fólk allt saman og æðinslega gaman að skemmta sér með þeim

Við fórum á Humarhúsið og borðuðum það sem ég var búin að setja í fyrri færsluna og þetta bragðaðist alveg rosalega vel, reyndar fannst mér að það mætti vera aðeins meira meðlæti með nautalundinni heldur en var, en engu að síður mjög gott, við sátum þarna í næstum 3 klukkutíma og borðuðum og drukkum, og stofnuðum matarklúbb í leiðinni, ætlum að hittast nokkrum sinnum á ári og elda fyrir hvort annað, hlakka til.

Fórum svo aðeins á Apótekið, þá fann ég það að ég er farin að eldast, ég var ekki að nenna að vera þarna inni í öllum þessum hávaða og fólksfjölda, drukkum 1 drykk þar og svo drifum ég og maðurinn minn okkur upp á hótel, maður verður nú að njóta þess að fá að sofa saman bara 2 það er nú ekki oft sem það gerist með tvær skvísur sem skríða upp í allar nætur :)

Við vorum bara komin á lappir 8:30 í morgun og drifum okkur heim til að sækja litlu veiku prinsessuna okkar, ég held að það hafi kanski líka aðeins dregið úr okkur að vita af henni veikri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vona samt að þrátt fyrir allt hafið þið átt notalega stund.  En hávaðinn á skemmtistöðum er óþolandi að mínu mati líka.  Hávær músikk svo ekki heyrist mannsins mál er þar allsráðandi, nema á Næsta bar, þar er ekki spilað og bannað að syngja meira að segja.  Tilbreyting frá öllum hávaðanum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Já maður ætti kanski að prufa hann næst þegar maður fer út að skemmta sér, sem að ég veit nú eiginlega ekki hvenar verður næst

Guðborg Eyjólfsdóttir, 2.3.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

þetta er góð spurning við fórum ut um daginn og um leið og hljómsveitin byrjaði og allur hávaðinn þá fórum við heim og kúrðum okkur með börnunum okkar,en svo afþví að snúllan var lasin þá getur það alveg truflað ég man að við fórum til London 2004 og þá var Ásta lasin og við fórum og skildum hans eftir hjá mömmu og systur dóttur minni ég var alveg ómögulega allt flugið út og hugsa um hvernig dóttirinn væri heima....æj þetta er bara svona við höfum áhyggjur af krílunum okkar....held ég.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.3.2008 kl. 16:11

4 Smámynd: www.zordis.com

Gaman að þið hafið kynst nýju fólki og notið ykkar þó fram að þesum hávaða!  Skil vel að þið hafið vilja fara fyrr í kúrinn ..... vona að Kristrún nái sér fljótlega!

www.zordis.com, 2.3.2008 kl. 18:08

5 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Mér finnst þetta líka fyndin með Kollu og Hlyn..... hélt að það værum bara við:)

Kolbrún Jónsdóttir, 2.3.2008 kl. 20:42

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gömul nei nei, smekkurinn breytist, maður hættir að nenna að fara eitthvað á eftir, vill bara njóta friðarins heima.
                              Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2008 kl. 22:04

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Heiður, nákvæmlega maður hefur áhyggjur af þessum elskum.

Hlynur og Kolla, já þetta er dáldið fyndið, ég hef nú einhverntíman skotið því að áður að þekkja 2 pör sem heita Kolla og Hlynur og í þessu tilfelli gátuð ekki alveg áttað ykkur á að þið væruð að djamma með mér í Reykjavík en eruð samt í Danmörku haha

Milla, ég held það sé rétt að smekkurinn breytist og aðrar áherslur heldur en brjálað djamm

Guðborg Eyjólfsdóttir, 2.3.2008 kl. 22:39

8 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Zordis, takk fyrir það, hún er en með hita þessi elska nú er bara að semja um hver á að vera heima á morgum með þessari elsku :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 2.3.2008 kl. 22:42

9 Smámynd: Brynja skordal

Gott að þið gátuð notið matarins og fl en æ já alveg sammála með hávaðan á flestum þessum stöðum ekki ætlast til að fólk tali saman En skil ykkur næs að vera svona á hótel herbergi ein nauðsynlegt bara ekki spurning en vona að litla snúllan nái þessari flesnsu fljótt úr sér

Brynja skordal, 3.3.2008 kl. 00:02

10 Smámynd: Lilja Björk Birgisdóttir

Innlitskvitt fyrir mig.  Vonandi gátuð þið hjónakornin notið að kúra ein á hótelinu.  Mbk Lilja Bj

Lilja Björk Birgisdóttir, 3.3.2008 kl. 10:10

11 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Kvitt

Guðjón H Finnbogason, 3.3.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband