Vanskil - vanskil - vanskil
20.10.2008 | 10:50
Mig langar að vita hvað þetta þýðir allt fyrir Íslensku þjóðina ?? Á maður að fara að koma sér úr landi ? Erum við að fara margar aldir aftur í tímann í sambandi við lífsgæði ?? Manni er eiginlega ekki farið að standa á sama og gott væri að fara að fá einhver skýr svör frá þessum ríkisstjórnar bubbum. Það er nú eiginlega bara farið að fjúka í mann með þetta allt saman.
Vanskil af samúræjabréfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já Þetta er farið að vera dáldið pirrandi ég get svo svarið fyrir það, ég veit ekki hvert maður á að fara, sennilega yrði best tekið á móti okkur í Noregi, maður veit ekki. Maður þarf að gerast pólítískur flóttamaður haha
Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.10.2008 kl. 11:21
MMmm Finnland.....You do know that they were the first country to freeze Icelandic assets....Four days before Brown ? The only difference is that they kept it quiet.........
zzzzzzz
Fair Play (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:39
Ég vissi að Finnarnir voru með einhver leiðindi gagnvart okkur en ég setti mig nú aldrei inn í það, um hvað þau voru
Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.10.2008 kl. 12:33
Hvaða ókurteisi er þetta er það ekki þrekvirki að blekkja þjóðinni alla dag og seigja okkur ekki satt ,og nú eru Finnur Ingóls Ólafur Elton Jonh aðdáandi og Sigurður með svínsaugun á fullri ferð að reyna að fá KB banka aftur
ADOLF (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:13
Þarf þjoðin ekki á þegnum sínum akkúrat núna?
Vantar eina Jóhönnu til að halda uppi heiðrinum. Bestu kveðjur frá flóttakonunni sem flutti fyrir 10 árum.
www.zordis.com, 20.10.2008 kl. 23:51
Adolf: já þetta er greinilega bölvuð frekja í mér að vilja fá einhver svör
Zordis: Jú þjóðin þarf víst á okkur að halda, en á maður að vera stuck hérna í skuldafangelsi það sem eftir er ævinnar og ekki bara ég heldur börnin mín líka og svo barnabörn þegar þau koma
Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.10.2008 kl. 08:56
Já þetta er alveg óþolandi ástand, burtu með þessa ríkisstjórn og alla sem að þessari firringu standa. fögur er hlíðin ég fer ekki rassgat, ég ætla mér að bretta upp ermar og hjálpa til að byggja upp aftur, en bara með því skilyrði að þeir sem að þessu stóðu fari norður og niður, og komi ekki nálægt þessu meir. Þá á ég við ríkisstjórnina, seðlabankastjórana, fjármálaeftirlitið, og útrásarstuttbuxnaliðið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2008 kl. 11:46
Æi elsku vinkona ég væri sko farin ef að ég ætti fyrir miðanum, þetta er ömurlegt ástand og það bætir ekki úr skák að þurfa að fara til sinna nánustu og þyggja ölmusu vegna þess að bankinn á ekki fyrir framfærslunni sem hann hefur lofað manni á meðan á námi stendur...... vægast sagt sorglegt . Ég verð alveg að viðurkenna að ég veit ekki hversu lengi ég held þetta út. knús Kolla
Kolla (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:58
Ásthildur, það var laglegt mér líst vel á þennan anda, nú held ég bara að þjóðin þurfi að fara að standa saman og reka þessa kalla, þeir eru jú vinnu fyrir okkur, ekki satt??
Ace :
Kolla mín komdu bara ég skal gefa þér að borða það er að segja ef að heimildin mín verður ekki núlluð út hahaha Maður verður eiginlega bara að fara að slá þessu upp í kæruleysi og reyna að hlæja að þessu ands......
Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.10.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.