Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Klukk frá Ásgerði

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Pilla rækju, sölumaður á Ísurúllum, Svæðisvinnumiðlun og Sparri ehf.

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Pretty woman, Mamma Mia, Grease, Footloose

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Garður, Siglufjörður, Hafnarfjörður, Reykjanesbær :)

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Glæstar vonir, Fréttir, Veðurfréttir, Prison Break

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Danmörk, Spánn, Svíþjóð, Grænland

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):

mbl.is, vf.is, visir.is, mininova.org

Fernt matarkyns sem ég held uppá:

Kjúklingur, nautakjöt, Svínakjöt, fiskur.

Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:

24 Stundir, Víkurfréttir, skattalagasafn, Tíðindin

Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

Ameríka, Kanaríeyjum, Akureyri, Svíþjóð.

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Helga Jóns, Kolla Jóns, Linda Björk, Heiður.


190 kg af hassi vá

karlmaður á áttræðisaldri handtekinn með 190 kg af hassi, hvað er í gangi, ég sægi tengdaforeldra mína í anda smygla hassi, hah ef að eitt gramm af hassi kostar 2.000 krónur sem ég held það hafi verið einhverntímann síðast þegar ég heyrði hvað þetta kostar þá er söluverðmæti 380 miljónir, spáið í ef þetta væri nú löglegt hér eins og í Hollandi hvað Íslenska ríkið gæti þénað af hass sölu landans ( Tek það fram að ég er ekki að mæla með því)

 

NautNaut: Flugeldarnir í einkalífinu gera þér erfitt fyrir að einbeita þér við vinnuna. Fáðu fólk til að tjá tilfinningar sínar svo þú getir losað um þínar.


mbl.is Gæsluvarðhald framlengt yfir Hollendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið að gerast í Fífudalnum

Jæja, við mægurnar byrjuðum allar í skóla í dag, byrjaði klukkan 9 í morgunn að fara með Eyrúni á skólasetningu og það var mikil spenna í loftinu allir svo glaðir fyrsta skóladaginn, kl 12 fór ég með Kristrúni á hennar skólasetningu hún er að byrja í 1 bekk og er svo hamingjusöm að hún er að kafna :) Mér finnst algjört æði hvernig tekið er á móti börnunum þarna í Akurskóla sko 1 bekk þau eru öll kölluð upp og tekið í hendina á þeim og boðin velkomin og gefin 1 rós mín var sko ánægð með þetta og er búin að stilla rósinni upp í herberginu sínu og sínir öllum gestum og gangandi. Svo settist húsmóðirin á heimilinu á skólabekk líka í dag og minn skóli byrjaði klukkan 4 í Háskólanum í Reykjavík, þar sem ég er að taka nám þar sem ég öðlast réttindi sem viðurkenndur bókari :) Ekkert smá spennandi en held þetta verði pínu erfitt, fannst það svona á þeim þarna að það væri nú ekki allir sem næðu þessu.

 Var ekki einhver hérna sem ætlaði að hætta að reykja með mér 15 ágúst, man ekki alveg hver það var, en mín drap í reyndar ekki fyrr en 16 ágúst, frestaði því um 1 sólarhring vegna 50 ára afmæli sem okkur var boðið í 15 ágúst ákvað að reykja þar með trompi áður en ég myndi hætta, ætla að standast þetta núna, endilega verið dugleg að senda til mín góða strauma Devil svo sígarettupúkinn nái mér ekki aftur

 Ætla að láta þetta duga í bili, ætla að reyna núna að vera dugleg að henda inn einstaka færslu, verð vonandi duglegri heldur en í sumar. Takk fyrir þolinmæðina og vonandi eruð þið þarna enn kæru bloggvinir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband