Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Er ekki nóg komið núna ???
29.9.2008 | 10:05
Ríkið eignast Glitnir, hvað er í gangi eiginlega í þessu þjófélagi ég bara spyr, á bara að henda öllu yfir á ríkið, sem sagt okkur þegar bankarnir eru búnir að borga yfirmönnum bankanna fleiri, fleiri millur í mánaðarlaun síðustu ár og allir peningar búnir þeir eru komnir inn á feita bankareikninga í Swiss eða eitthvað álíka, svo þurfum við almúginn að blæða fyrir þetta sukk, er ekki komið nóg.
Nú þurfum við Íslenski almúginn að fara að gera eitthvað þetta er ekki að ganga öllu lengur. hvað er hægt að gera ??? hugmyndir takk, áður en allt verður ríkis stýrt hérna í þessu landi
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sultutauj
28.9.2008 | 00:09
Jæja við familýan vorum svaka dugleg í dag fórum á rúntinn á nýja bílnum austur í sveitir að tína ber og ég var með það í huga að gera sultu. Mig langar að prufa að gera bæði sultu bara úr krækiberjum og síðan úr rabbabara og krækiberjum saman, er einhver hérna með góðar sultu uppskriftir ??
Kveðja húsmóðirin mikla í Njarðvíkinni
!!!!!!!!!!!!!!!!Tölum krónuna upp aftur !!!!!!!!!!!!!
19.9.2008 | 10:35
Krónan að styrkjast og maður fær smá von í hjarta um að þetta sé að koma allt saman. Ég hef trú á því að þetta hafi verið talað niður á sínum tíma, þannig að ég hvet alla til að tala jákvætt um þetta allt saman og tala krónuna aftur upp.
Maður er búinn að vera með hnút í maganum síðustu daga að sjá gengið falla dag eftir dag. Þar sem allt veltur á þessu á mínu heimili allavega
Þannig að nú skulum við vera jákvæð og tala um það að allt sé að lagast þá lagast þetta :)
Allt á uppleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |