Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Veslings skiptineminn

Ég skil vel að hann hafi flúið, veit ekkert hvað bíður sín að verða einhverjum að bana í Rússlandi óvart Bandit  en vonandi fer þetta nú allt vel hjá grejið skiptinemanum
mbl.is Íslenskur skiptinemi sagður eftirlýstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir eiga bara bágt

Við eigum nú ekki að dæma alla Dani þótt svona vitleysingar séu inn á milli. En gaman væri nú að vita hvað búð þetta er þannig að við Íslendingar getum sniðgengið hana og sent honum langt nef Tounge  ef við löbbum framhjá henni.
mbl.is Rekin úr búð í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Knúsvikan mikla

KNÚSVIKAN MIKLA
13. - 20. október 2008

Hefur þú knúsað í dag ?

Knúsum okkur í gegnum ástandið.
 


 Knusiknus

 

 Þegar staðan á íslandinu okkar er eins og hún er er afar mikilvægt að við stöndum öll saman, sýnum nærgætni, og látum ekki svartsýni og pirring ná tökum á okkur. Það þurfa allir að hugsa vel um sig, gæta þess að fá nægan svefn og velta sér ekki of mikið uppúr fréttum hvers dags (Gott að skammta sér ákveðið magn á dag) En það er ekki síður mikilvægara að við hugum að öðrum og séum vakandi yfir vinum, kunningjum, ættingjum okkar og samferðafólki, við þurfum að gefa okkur tíma til að hlusta og vera til staðar. Að mínu mati er eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að knúsast, gott faðmlag er það sem að allir þurfa á að halda og sanniði til að þeir sem fá nóg af knúsi eru ríkir og eru tilbúnari fyrir lífið og verkefni dagsins.

Það að koma á þessari Knúsviku þar sem að hvatt er til einstaklings og hópknúss á hverjum degi í eina viku er framlag kærleiksvefsins vegna stöðunnar í landinu okkar. Látum knús ganga og hefjum nýja byrjun í okkar frábæra landi áfram Ísland og í lok vikunnar er það knúsaðasta land í heimi.

Bros og knús í hvert hús



Gátu þeir ekki ropað þessu út úr sér fyrr

Ég er búin að greiða staðgreiðsluna í dag Blush  Hefði alveg viljað hafa peninginn viku í viðbót á nýjum stýrivöxtum Happy
mbl.is Álag vegna staðgreiðsluskila fellt tímabundið niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálin hans Jóns míns í toppnum

Nú ætla ég að fara að lifa fyrir líðandi stundu og ætla að skella mér á ball með Sálinni hans Jóns míns á morgum, og tjútta fram á rauða nótt í Top of the Rock, vonast til að sjá sem flesta þar

Ljótt að gera grín að eymd fólks

Ég bara verð að segja það að mér finnst þetta ekkert fyndið. Stór hluti þjóðarinnar er á barmi gjaldþrots og svo eru einhverjir Bretar og Danir sem gera grín að okkur. Með því að setja landið á sölu á ebay og með því að standa fyrir utan magasin í Kaupmannahöfn og biðja um styrk fyrir okkur. Ég veit það ef Danir tildæmis væru í vanda staddir þá værum við ekki hægjandi af óförum þeirra, við hefðu allavega ekki hlegið af þeim. En munum bara að sá hlær best sem síðast hlær. Það er enginn sem segir það að Danmörk og Bretland eigi ekki að rúlla líka
mbl.is Býður Ísland til sölu á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir á þessum hörmungardögum

Ég get sagt fyrir mig og mitt heimili að það var mikill léttir að hlusta á Geir áðan, og heyra hann segja að það verði flýtt fyrir frystingu á erlendum lánum, á mínu heimili er allt í erlendum lánum hús, bíll og skuldahali. Þannig að maður sér kanski fram á að eiga fyrir mat fyrir börnin og kanski leyfa þeim áfram að stunda sund æfingar Undecided

Mér finnst ríkisstjórnin eigi skilið að fá klapp á bakið núna, það er alveg á hreinu að þeir eru að gera allt sitt besta til að hafa þetta sem bærilegast fyrir okkur íslendinga, vaxtalækkanir þurfa samt að fara að sjást og eins afmáun þessarar skelfilegu verðtryggingar. Maður hefði aldrey farið út í þennan erlenda lánabusiness ef verðtrygging hefði ekki verið til staðar hérna.


mbl.is Gengistryggð lán verði fryst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Darling

Var þá þú eftir allt saman sem ætlar að koma af stað stríði á milli Íslands og Bretlands, skamm.


mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er staðan svona rosalega slæm???

Að ekki sé hægt að ná í Evrur fyrir 3 starfsmenn til að fara í þessa eftirlitsferð ?? Þetta er nú bara eiginlega orðið fyndið þetta ástand hérna í þessu landi, ætli við förum ekki að ná Zimbabve í verðbólguskalanum Frown
mbl.is Hætt við þátttöku í kosningaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óli minn láttu þér nú batna

Forsetinn á sjúkrahúsi í hjartaþræðingu og kransæðaútvíkkun. Kall greijið vonandi nær hann sér fljótt og vel. Ég er hrædd um hjartadeildirnar á sjúkrahúsunm verði fullar næstu vikurnar Frown  Vonandi fer þetta ástand allt að batna
mbl.is Forseti Íslands á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband