Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ef ekki núna, hvenar þá

Nú verð ég aðeins að tjá mig um þessi kvótamál. Þetta er náttúrlega þvílíkt rugl og spilling sem hefur gengið í þessum kvótamálum í gegn um tíðina. Útgerðir hafa verið að selja kvóta sem sagt fiskin OKKAR og fengið peninga fyrir hann. Svo eru nokkrir í landinu sem hafa stórhagnast á þessu kvótarugli og aðrir sitja uppi með þvílíkt af skuldum út ef þessu kvótabulli.  Taka þetta kvótadæmi af núna, láta þetta allt byrja á núlli. Láta allla þá sem fengu greitt fyrir kvóta endurgreiða það og greiða skuldirnar. Byrja upp á´nýtt  og úthluta kvóta á bæjarfélögin ekki á einhverja einstaka útgerðarrisa
mbl.is Sjávarútvegurinn í raun gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótel, skólinn, afmæli og allt saman bara

Jæja maður er nú búinn að vera hálf blogg andlaus upp á síðkastið búin að vera á kafi í vinnu tók að mér aukavinnu og er búin að liggja yfir henni, og látið skólann sitja á hakanum, en nú er ég farin að sjá fyrir endann á vinnunni og ætla að einblína á skólann það verður próf 17 des og ég ÆTLA að ná því. Ég náði síðasta prófi þannig að ég er búin að ná 2 af 3.

´Við hjónakornin fórum á Örkina um helgina á Jólahlaðborð með vinnunni minni og það var bara gaman, fjörið byrjaði klukkan 6 inni á herberginu hjá mér, þar komu allir og drukku bjór, breezer og eitthvað sterkara og líka daufara reyndar ( KóK) svo var happadrætti og allir voru svo glaðir og í góðu skapi að það var bara gaman, enginn lét kreppuna á sig fá þarna

Litli bróðir minn á afmæli í dag, hann er 23 ára þessi elska, ég hugsa bara vá mér finnst svo stutt síðan hann fæddist þessi elska á stofugólfinu heima í Miðgarði. Til hamingju með afmælið Kristján minn ef þú lest þetta

Naut: Ef þú freistast til þess að skipta þér af annarra málefnum skaltu ekki búast við því að geta sinnt eigin skyldum á meðan.


Nóg að gera og árshátíð framundan

Jæja smá færlsa svona til að segja HALLÓ við ykkur kæru bloggvinir, hef ekki haft mikinn tíma aflögu til að blogga, er að kafna í vinnu þannig að ég þarf að láta hana ganga fyrir.

En um helgina ætlum við hjónakornin að hafa það næs og fara á árshátíð með vinnunni minni á Hótel Örk og það verður bara yndislegt. Ég er búin að vera að safna happadrættisvinningum sem að verða dregnir út á árshátíðinni þannig að allir eru mjög spenntir Grin Mig hlakkar mikið til að komast aðeins í burtu frá heimilisstússi og láta aðra sjá um það á meðan.

NautNaut: Gamlir vinir koma til sögunnar og það verður þér til mikillar ánægju að rifja upp gömul kynni og stofna til nýrra. Vertu opinn og fordómalaus, þegar nýjungar banka upp á.


Nýjasta James Bond myndin

http://www.eignaland.is/veftv/default.asp?MovieID=614&CategoryID=49


Vertu bara velkomin á Suðurnesin

Vonadni að þér eigi eftir að vegna vel í starfi hérna á Suðurnesjunum, það var nú mikill eftirsjá eftir forvera þínum, ,manni fannst hann vera svo eðlilegur og heilsteyptur maður var að sjá hann úti í bæ að vísa börnum yfir gangbraut og á rúntinum að fylgjast með því sem var að gerast. En hún á örugglega eftir að verða jafngóð þessi
mbl.is Sigríður Björk ráðin lögreglustjóri á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á ekki til eitt aukatekið orð yfir þessa Dani, maður er alltaf að verða reiðari út í þessa blessuðu þjóð, þá meina ég Dani. Hvað er að ætluðu þeir að láta mannin deyja þarna af því hann var ekki með peninga á sér út á hafi. Danir nú eruð þið alveg búnir að skíta í buxurnar
mbl.is Danir vildu ekki bjarga Íslendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun

Ég er með skoðana könnun í gangi á síðunni minni þar sé ég að 18,6% eru ánægðir með stýrivaxtahækkunina, það segir mér að 18,6% sem svöruðu eigi þá eitthvað af peningum og skuldi ekki neitt, en það segir mér þá líka að 81,4 % sé í vanda statt út af þessu, ég vona bara að þessir ands......  ráðamenn hérna í þessu þjóðfélagi fari að gera eitthvað að viti áður en 81,4% af þjóðinni fer á hausinn og hana nú. Aðgerðir takk. Það er farið að styttast all verulega í flugmiðann fyrir familýuna eitthvað út í heim og ég held ég myndi ekki segja fólkinu sem ég myndi kynnast þar að ég sé frá Íslandi maður er farinn að skammast sín og þá er nú mikið sagt þegar manni er farið að líða svona í sínu eigin landi

Var á Reykjanesbrautinni ........

Var að koma heim úr skólanum áðan þegar sérsveitarbílarnir fóru fram úr mér á þriðja hundraðinu, eins gott að Reykjanesbrautin er orðin tvöföld þegar þeir þurfa að keyra á svona ofsahraða suðureftir í sérsveitinni


mbl.is Ógnaði skipverjum með hnífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segið svo að Pólverjar séu eitthvað slæmir

Pólverjar ætla að lána Íslendingum Kissing Ekki eru þeir nú alslæmir þessar elskur Smile Takk Póland


mbl.is Pólverjar munu lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrun í Óshlíð - vandamál

Þetta er náttúrulega bara skelfilegt að þetta fólk sem þarf að keyra þarna milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur þurfi að vera í lífshættu í hvert skipti sem það keyrir þarna á milli, ef einhversstaðar er þörf á að gera jarðgöng þá er það þarna það er alveg nokkuð ljóst.
mbl.is Búa við hrunið alla daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband