Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Humarhúsið.......

Þetta ætla ég að fá mér á morgum þetta er matseðillinn á Humarhúsinu, þið segið kanski skrýtið að fara á Humarhúsið og fá sér kjöt, en ég fer bara á Humarhúsið af því að þeir sem ég er að fara með eru humarætur :)

Forréttur

Rjómalöguð humarsúpa m/ hvítlauksristuðum humar
Cream of lobster soup
 

Aðalréttur

Nautalund m/grilluðum humar og sveppakartöfluköku
Tenderloin of beef or horse w/grilled icelandic lobster tails, mushroom and potato cake 


Svo ætla ég að skola þessu niður með rauðvíni hússins og kók með líka

jamm jamm líst ykkur ekki vel á þetta.


Skyldi ég komast út að skemmta mér

Ég er að fara í Reykjavík á morgum og fara á hótel, út að borða og svo eitthvað ut á lífið, þetta er eitthvað sem að maður gerir mesta lagi einu sinni á ári, og ég er að kafna í hósta og með beinverki, ég ætla að fara til læknis á eftir og vita hvort ekki sé hægt að fá eitthvað fljótvirkandi til þess að kíla þetta niður. Og ef ég verð orðin fárveik á morgum þá fer ég samt allavega á hótelið, því ég er búin að borga fyrir það.

Ég á eina kunningja konu sem á afmæli í dag hún er sem sagt 9 ára í dag blessunin og til hamingju með það Dísa mín.

Tek það fram að það er margfaldað mér 4, sem sagt 36 ára en hefur bara átt 9 afmælisdaga þar sem hún fædd 29 febrúar

 


Enn eitt farbannið

Tók þetta af vef Víkurfrétta, hvað er að þessu dómskerfi hérna afhverju eru allir afbrotamenn settir í farbann, svo komast þeir úr landi með einhverjum hætti, eða farbannið fellt niður og þeir eru farnir. skil þetta ekki.

Barnaperrinn reyndi að flýja land

Maðurinn sem var handtekinn á sunnudaginn í Sundmiðstöð Keflavíkur fyrir að leita á ungar stúlkur, var úrskurðaður í 6 vikna farbann nú síðdegis. Síðustu tvo daga hafa borist sex kærur vegna mannsins, sem hefur ekki íslensku sem móðurmál,  og er líklegt að fleiri fylgi í kjölfarið. Hann reyndi að komast úr landi eldsnemma í morgun en var stöðvaður í tæka tíð samkvæmt frétt á visir.is.
Farið var fram á það við Héraðsdóm Reykjaness að maðurinn yrði settur í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Dómari féllst ekki á það og úrskurðaði manninn í sex vikna farbann.



Vinsældalistinn

Ég sá það nú bara á síðunni hennar Jennýar í dag að það væri til vinsældarlisti í blogginu, þannig að ég fór að skoða og fletta og fann það út að ég er í sæti 123 flott tala, takk fyrir að taka mér í bloggaralandi :)

Frumraun mín í brauðvélabakstri :(

Eruð þið nokkuð snillingar í að baka brauð í vél. Ég keypti mér brauðvél um daginn og ætla að fara að vera voða dugleg að baka mitt eigið brauð. Þetta er frumraunin :( var í vélinni í 3 og hálfan tíma og kom svo eins og eldgömul slitin dýna úr vélinni. Vitið þið hver ástæðan getur verið? Eigið þið einhverjar góðar uppskriftir af brauðum í vél. Og kanski smá leiðbeiningar :). Ef svo er viljið þið elskulega fólk sem les þetta gefa mér þær. Annað hvort hérna á blogginu eða á netfangið gudborge@simnet.is

 

 

Brauðið

 

 


Eins mánaðar bloggafmæli :)

Jæja nú er einn mánuður í dag síðan ég byrjaði að blogga, ekki átti ég nú von á því að ég myndi endast svona lengi, ég hef nú stundum reynt að stofna bloggsíðu og skrifað eina færslu í hana og svo ekki sögunni meir, en nú finnst mér bara dagurinn ómögulegur ef ég kíki ekki aðeins á bloggið. Takk fyrir að taka mér í bloggheima kæru bloggvinir.


Borgarfulltrúar í sandkassaleik

Þessir borgarfulltrúar, þetta eru eins og smákrakkar í sandkassaleik. Nú ætla ég að vera borgarstjóri, svo mátt þú þegar ég er búin. Það er ekki spurning að það eru sko ekki sömu forsendur og þegar fólk kaus þetta fólk síðast og ætti hiklaust að ganga til annara kosninga.
mbl.is Þrjú gefa kost á sér í borgarstjóraembættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig dettur þeim í hug að daðra??

Ég skil ekkert í þessum karlmönnum að vilja daðra við kvenfólk, og það í verlunarmiðstöð, því lík fásinna það er nú vonandi að þeir verði fundnir sekir og dæmdir í lífstíðarfangelsi. Og þeim sem dettur í hug að kaupa róðar rósir. Skil vel að það hafi verið bannað. thihí haha
mbl.is Handteknir fyrir að daðra við stúlkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðadómur allt of gott fyrir hann

Dauðadómur yrði allt of gott fyrir hann, hann á að kveljast í fangelsi það sem eftir er ævinnar. Menn sem geta verið svona ógeðslegir. Maður sem nauðgar 5 konum og myrðir þær svo, maður fyllist bara ógeði og hann á ekki skilið að deyja.
mbl.is Vilja að dauðarefsing verði tekin upp að nýju í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er skelfilegt

Önnur litla flugvélin sem ferst hér í kring um landið á nokkrum dögum. Ég myndi bara halda mig heima heldur en að reyna að fara með svona litlum vélum mili landa. Ég er það mikið flughrædd að það þyrfti að svæfa mig áður en ég færi. Alveg á kristal tæru
mbl.is Eins hreyfils flugvél í sjóinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband