Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Humarhúsið.......
29.2.2008 | 18:22
Þetta ætla ég að fá mér á morgum þetta er matseðillinn á Humarhúsinu, þið segið kanski skrýtið að fara á Humarhúsið og fá sér kjöt, en ég fer bara á Humarhúsið af því að þeir sem ég er að fara með eru humarætur :)
Forréttur
Rjómalöguð humarsúpa m/ hvítlauksristuðum humar
Cream of lobster soup
Aðalréttur
Nautalund m/grilluðum humar og sveppakartöfluköku
Tenderloin of beef or horse w/grilled icelandic lobster tails, mushroom and potato cake
Svo ætla ég að skola þessu niður með rauðvíni hússins og kók með líka
jamm jamm líst ykkur ekki vel á þetta.
Skyldi ég komast út að skemmta mér
29.2.2008 | 06:28
Ég er að fara í Reykjavík á morgum og fara á hótel, út að borða og svo eitthvað ut á lífið, þetta er eitthvað sem að maður gerir mesta lagi einu sinni á ári, og ég er að kafna í hósta og með beinverki, ég ætla að fara til læknis á eftir og vita hvort ekki sé hægt að fá eitthvað fljótvirkandi til þess að kíla þetta niður. Og ef ég verð orðin fárveik á morgum þá fer ég samt allavega á hótelið, því ég er búin að borga fyrir það.
Ég á eina kunningja konu sem á afmæli í dag hún er sem sagt 9 ára í dag blessunin og til hamingju með það Dísa mín.
Tek það fram að það er margfaldað mér 4, sem sagt 36 ára en hefur bara átt 9 afmælisdaga þar sem hún fædd 29 febrúar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Enn eitt farbannið
27.2.2008 | 22:55
Tók þetta af vef Víkurfrétta, hvað er að þessu dómskerfi hérna afhverju eru allir afbrotamenn settir í farbann, svo komast þeir úr landi með einhverjum hætti, eða farbannið fellt niður og þeir eru farnir. skil þetta ekki.
Barnaperrinn reyndi að flýja land
Farið var fram á það við Héraðsdóm Reykjaness að maðurinn yrði settur í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Dómari féllst ekki á það og úrskurðaði manninn í sex vikna farbann.
Vinsældalistinn
26.2.2008 | 20:56
Frumraun mín í brauðvélabakstri :(
26.2.2008 | 10:38
Eruð þið nokkuð snillingar í að baka brauð í vél. Ég keypti mér brauðvél um daginn og ætla að fara að vera voða dugleg að baka mitt eigið brauð. Þetta er frumraunin :( var í vélinni í 3 og hálfan tíma og kom svo eins og eldgömul slitin dýna úr vélinni. Vitið þið hver ástæðan getur verið? Eigið þið einhverjar góðar uppskriftir af brauðum í vél. Og kanski smá leiðbeiningar :). Ef svo er viljið þið elskulega fólk sem les þetta gefa mér þær. Annað hvort hérna á blogginu eða á netfangið gudborge@simnet.is
Eins mánaðar bloggafmæli :)
25.2.2008 | 22:34
Jæja nú er einn mánuður í dag síðan ég byrjaði að blogga, ekki átti ég nú von á því að ég myndi endast svona lengi, ég hef nú stundum reynt að stofna bloggsíðu og skrifað eina færslu í hana og svo ekki sögunni meir, en nú finnst mér bara dagurinn ómögulegur ef ég kíki ekki aðeins á bloggið. Takk fyrir að taka mér í bloggheima kæru bloggvinir.
Borgarfulltrúar í sandkassaleik
25.2.2008 | 16:35
Þrjú gefa kost á sér í borgarstjóraembættið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig dettur þeim í hug að daðra??
23.2.2008 | 11:20
Handteknir fyrir að daðra við stúlkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dauðadómur allt of gott fyrir hann
21.2.2008 | 17:48
Vilja að dauðarefsing verði tekin upp að nýju í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta er skelfilegt
21.2.2008 | 13:14
Eins hreyfils flugvél í sjóinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |