Minn maður farinn til Noregs
9.2.2009 | 08:33
Hann Gummi minn fór með flugi í morgunn til Noregs að vinna við pípulagnir, ætli endi ekki með að við öll fjölskyldan förum á eftir honum :( mig langar það hreint ekki en maður gæti neyðst til þess. Ég óska þess að eitthvað jákævtt fari að gerast í þessu landi þannig að maður geti lifað hérna mannsæmandi lífi
Íslendingar nýju Pólverjarnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1 Árs bloggafmæli
25.1.2009 | 21:19
Meiri kvóti flott - EN......
16.1.2009 | 12:02
Þorskkvóti aukinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Friðsamleg mótmæli
12.1.2009 | 09:09
Ég spyr er það friðsamleg mótmæli að skvetta málningu á Stjórnarráð Íslands ??
Mér finnst allt í lagi að fólk mótmæli en að gera það á kostnað þjóðarinnar finnst mér ekki í lagi, því að það kostar stórfé að hreinsa allt þetta drullumall sem að mótmælendur eru að kasta í Stjórnarráðið og í Alþingishúsið og það kemur úr okkar vasa ekki úr vasa ríkisstjórnarinnar. Haldið áfram að mótmæla en hættið að kasta drullu á þessi hús.
Mótmælt við stjórnarráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur
11.1.2009 | 21:22
Það er kominn tími á smá færslu frá mér, það er búið að vera svo mikið að gera að ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga undanfarnar vikur en núna ætla ég að kasta á ykkur kveðju og segja ykkur hvað hefur drifið á daga mína undanfarið
Jólin voru yndisleg bara borðað og legið í leti, svo var ég reyndar mikið að vinna á milli hátíða og er búin að fá 2 aukavinnur sem að ég hef nóg að gera í, Fékk að vita það fyrir um það bil viku síðan að ég náði prófinu mínu þannig að núna hef ég leyfi til að kalla mig Viðurkenndan bókara :) Takk fyrir stuðninginn og peppið í haust.
Framundan er bara heilmikil vinna, þannig að ég er ekki viss um að ég bloggi mikið á næstunni en allavega núna , bið að heilsa ykkur í bili og hafið það gott
Gleðileg jól
24.12.2008 | 02:18
Kæru bloggvinir og aðrir lesendurm, megið þið eiga Gleðileg jól og takk fyrir allar yndislegar kveðjur á blogginu mínu.
Risa stórt KNÚS á ykkur öll
Jólakveðja Guðborg
Spooky
19.12.2008 | 08:40
Bauð sofandi í kampavínsveislu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Húrra fyrir Akureyrarbæ- Reykjanesbær hækkar um 100%
16.12.2008 | 21:06
Akureyri hækkar gjaldskrár um 10% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Maður grætur nú bara við að lesa þetta
16.12.2008 | 12:42
Maður fær bara kökk í hálsinn við að lesa þessa frétt. Þetta er bara hræðilegt hvernig er að verða um okkur hérna á Íslandi. Megi þessi andskotans menn sem komu okkur í þessa stöðu verða blankir fljótt, þannig að þeir þurfi að fara skríðandi í fjölskylduhjálpina og biðja um mat, ég skal perónulega vera þar að taka myndir af þeim og leyfa landsmönnum að njóta þess.
Maður er bara orðinn öskureiður yfir þessu öllu saman
Fólk grætur fyrir framan okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég á 4 mánaða afmæli eftir 3 daga :)
13.12.2008 | 23:22
Obama þú getur alveg hætt að reykja fyrst að ég gat það, það er alveg nokkuð ljóst, ég á fjögurra mánaðar afmæli núna 16 des og mig langar ekki einu sinni í sígarettu, var algjör stórreykingarmanneskja reykti 2 pakka á dag, þannig að ég segi bara ef að ég get hætt þessu þá geta það allir :)
Húrra fyrir mér :)
Hvattur til að hætta alveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |